Lobster Base

Lagaðu hina fullkomnu humarsúpu

Með því að nota Humarsoð Kokksins getur þú búið til ljúffenga humarsúpu á um 10 mínútum.

Það getur tekið mjög langan tíma að gera góða humarsúpu. Humarsoð tekur venjulega marga klukkutíma að útbúa. Með því að nota fyrsta og eina handgerða humarsoðið sem framleitt er á Íslandi, getur þú lagað þína eigin ljúffengu humarsúpu á um tíu mínútum.

Jón Sölvi Ólafsson kokkur, hefur útbúið hágæðahumarsoð sem inniheldur ferskar humarskeljar og er án rotvarnar- og annarra aukaefna. Það sem þarf að bæta við er rjóma, hvítvíni og koníakslögg. Einnig má bæta humarhölum í súpuna.

Humarinn í soðinu kemur frá Höfn, humarhöfuðstað Íslands. Þetta er sama soðið og Kokkur notar í humarsúpuna sína vinsælu sem seld hefur verið um árabil á Höfn.

Ég vil auðvelda fólki að gera ljúffengan mat á einfaldan hátt. Þess vegna fór ég að framleiða þessa vöru til heimanota,“ segir Jón Sölvi.

Humarsoð Kokksins er ómissandi þegar þú vilt elda gómsæta humarsúpu á fljótlegan og einfaldan hátt. Humarsoð Kokksins fullkomnar humarsúpuna þína.